Að minnsta kosti tíu almennir borgarar féllu og tuttugu særðust þegar spregja skall á háskóla í austur hluta Srí Lanka í morgun. Það voru uppreisnarmenn Tamíltígra sem vörpuðu sprengjunni.
Til átaka kom milli tígra og stjórnarhers Srí Lanka við bæinn Mutur í austurhéraðinu Trincomalee. Sérfræðingar segja allt benda til þess að borgarastyrjöld sé að brjótast út á ný í landinu.