Erlent

Ekkert lát á átökum Hizbollah og Ísraelshers

Ekkert lát virðist vera á átökum Hizbollah-liða og Ísraelshers. Hizbollah-skæruliðar skutu fjölda eldflauga á norðurhluta Ísreals í morgun með þeim afleyðingum að tíu manns létu lífið og níu særðust. Seinni partinn í dag lést svo einn maður og 30 særðust í eldflaugaárás á borgina Haifa.

Í Suður-Líbanon létust átta óbreyttir borgarar í morgun í árásum Ísraelshers.Fimm manns létust og fjórir særðust þegar eldflaug Ísrealea hæfði íbúðarhús í þorpinu Ansar. Önnur eldflaug lenti á húsi í bænum Naquara við landamæri Ísrael með þeim afleyðingum að þrír létust og einn særðist. Tælega þúsund manns hafa látist í Líbanon það sem af er átökunum.

Isaac Herzog, samgönguráðherra Ísraels segir ályktunartilllögu Frakka og Bandaríkjanna sem þeir lögðu fyrir Öryggisráðið í gær, vera afar mikilvæga. Þó segir hann að Ísraelsher muni halda áfram árásum sínum gegn Hizbollah-skæruliðum á næstu dögum. Mohamad Fneish, orkumálaráðherra Líbanons og fulltrúi Hizbollah í stjórn landsins, segir að Hizbolla muni ekki fallast á vopnahlé fyrr en Ísrael hætti árásum sínum á Líbanon og síðasti ísraelski hermaðurinn sé farinn úr landi. Forseti líbanska þingsins, Nabih Berri, segir að tillagan bæri ekki hag Líbanons fyrir brjósti og yrði hafnað af líbönsku þjóðinni ef ekki kæmi fram að Hizbollah föngum í ísraelskum fangelsum yrði tafarlaust sleppt úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×