Spá harðari lendingu 16. ágúst 2006 12:02 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira