Spá harðari lendingu 16. ágúst 2006 12:02 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira