Verð á laxi lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í síðustu viku, fjórðu vikuna í röð. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 15 prósentum lægra í síðustu viku miðað við verðið í lok júní en þá náði það hámarki.
Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu að Norðmenn séu stærstu einstöku framleiðendur á eldislaxi í heiminum og því sé útflutningsverðið frá Noregi lýsandi fyrir heimsmarkaðsverð á laxi.
Þótt meðalverð á laxi hafi lækkað síðustu vikur er það enn mjög hátt í sögulegu ljósi og mjög ásættanlegt fyrir framleiðendur, að sögn deildarinnar.
Þá segir ennfremur í Morgunkorninu að afkoma laxeldisfyrirtækja í Noregi hafi verið mjög góð og bendi spár til að svo verði í ár. Spái flestir því að verðið lækki frekar á seinni hluta þessa árs og á næsta ári vegna aukins framboðs.
Verðlækkun á laxi kemur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki, að sögn deildarinnar en Alfesca er eitt af þeim fyrirtækjum sem finna fyrir verðbreytingum á laxaafurðum þar sem dótturfyrirtæki þess, Labeyrie, Delpierre og Vensy eru stórir kaupendur á laxi, m.a. frá Noregi.
Laxaverðið lækkar enn

Mest lesið

Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Greiðsluáskorun
Samstarf

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent


Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent
Viðskipti erlent
