Gatlin fær minnst fjögurra ára bann

Forráðamenn alþjóða frjálsíþróttasambandsins hafa gefið það út að bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin muni þurfa að sitja af sér lágmark fjögur ár af þeim átta sem honum voru dæmd í gærkvöld fyrir að falla á lyfjaprófi í annað sinn á ferlinum. Enn á eftir að koma betur í ljós af hverju of hátt magn testósteróns mældist í Gatlin, en þó svo gæti farið að bannið yrði stytt eitthvað, mun hann alltaf þurfa að taka út lágmark fjögurra ára bann að sögn talsmann frjálsíþróttasambandsins.