
Sport
Venus Williams ekki með á US Open

Bandaríska tenniskonan Venus Williams verður ekki með á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem hefst á mánudag. Williams, sem vann mótið árin 2000 og 2001, er meidd á hendi og getur því ekki tekið þátt. Þessi frábæra tenniskona hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna meiðsla og er sem stendur aðeins í 30 sæti á heimslistanum.