Smyglaði fíkniefnum átta sinnum í fangelsið 1. september 2006 16:59 Fangavörðurinn sem handtekinn var fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni hefur játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hald hefur verið lagt á peninga á bankareikningi fangavarðarins. Lögreglan í Árnessýslu hefur nú yfirheyrt 5 einstaklinga sem hafa allir viðurkennt að hafa afhent fangaverðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Þeir hafa allir komið við sögu fíkniefnamála áður og 3 þeirra eru fyrrverandi refsifangar í fangelsinu. Fangavörðurinn sem handtekinn var og úrskurðaður í gæsluvarðhald s.l. laugardag var látinn laus síðla dags s.l. þriðjudag. Við yfirheyrslur hefur hann játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hann var með um 150 gr. af ætluðu hassi og um 35 gr. af ætluðu amfetamíni þegar hann var handtekinn. Upplýsingar um magn fíkniefna í hverri hinna ferðanna verða ekki gefnar að svo stöddu. Í þágu rannsóknar málsins var lagt hald á tiltekna peningaupphæð á sérstökum bankareikningi fangavarðarins. Ekkert hefur komið fram við rannsókn lögreglu sem styður fullyrðingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að hann hafi einnig afhent föngum síma til notkunar innan fangelsinsins. Tveir refsifangar eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Það rennur út á morgun og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á framlengingu þess. Rannsókn málsins er að mestu lokið og verður það sent ákæruvaldinu til meðferðar innan tíðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Fangavörðurinn sem handtekinn var fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni hefur játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hald hefur verið lagt á peninga á bankareikningi fangavarðarins. Lögreglan í Árnessýslu hefur nú yfirheyrt 5 einstaklinga sem hafa allir viðurkennt að hafa afhent fangaverðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Þeir hafa allir komið við sögu fíkniefnamála áður og 3 þeirra eru fyrrverandi refsifangar í fangelsinu. Fangavörðurinn sem handtekinn var og úrskurðaður í gæsluvarðhald s.l. laugardag var látinn laus síðla dags s.l. þriðjudag. Við yfirheyrslur hefur hann játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hann var með um 150 gr. af ætluðu hassi og um 35 gr. af ætluðu amfetamíni þegar hann var handtekinn. Upplýsingar um magn fíkniefna í hverri hinna ferðanna verða ekki gefnar að svo stöddu. Í þágu rannsóknar málsins var lagt hald á tiltekna peningaupphæð á sérstökum bankareikningi fangavarðarins. Ekkert hefur komið fram við rannsókn lögreglu sem styður fullyrðingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að hann hafi einnig afhent föngum síma til notkunar innan fangelsinsins. Tveir refsifangar eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Það rennur út á morgun og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á framlengingu þess. Rannsókn málsins er að mestu lokið og verður það sent ákæruvaldinu til meðferðar innan tíðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira