Hætti hjá Renault vegna óvissu um framtíð liðsins 18. september 2006 17:00 Fernando Alonso NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault, sem gengur í raðir McLaren á næsta tímabili, hefur gefið það upp að hann hafi ákveðið að yfirgefa liðið vegna óvissu um framtíð liðsins í Formúlu 1. Tilkynnt var að Alonso færi yfir til McLaren rétt fyrir jól á síðasta ári, en þá gengu sögusagnir fjöllunum hærra að lið Renault hefði ekki í hyggju að vera með keppnislið til frambúðar. "Ég vissi hreint ekki hvað þeir ætluðu að gera," sagði hinn 25 ára gamli Spánverji í samtali við ítalska fjölmiðla. "Ég gat ekki séð fram á að liðið væri ákveðið í að tryggja veru sína á toppnum til framtíðar á fjárhagslegum grundvelli," sagði Alonso, en liðsstjórinn Flavio Briatore hefur viðurkennt að það sé liðinu að kenna að það hafi misst heimsmeistarann úr sínum röðum. "Ef liðið hefði geta sýnt fram á stöðugleika og skýra áætlun, hefði Alonso líklega aldrei farið og því má segja að þetta hafi bara verið spurning um óheppilegar tímasetningar," sagði Briatore. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault, sem gengur í raðir McLaren á næsta tímabili, hefur gefið það upp að hann hafi ákveðið að yfirgefa liðið vegna óvissu um framtíð liðsins í Formúlu 1. Tilkynnt var að Alonso færi yfir til McLaren rétt fyrir jól á síðasta ári, en þá gengu sögusagnir fjöllunum hærra að lið Renault hefði ekki í hyggju að vera með keppnislið til frambúðar. "Ég vissi hreint ekki hvað þeir ætluðu að gera," sagði hinn 25 ára gamli Spánverji í samtali við ítalska fjölmiðla. "Ég gat ekki séð fram á að liðið væri ákveðið í að tryggja veru sína á toppnum til framtíðar á fjárhagslegum grundvelli," sagði Alonso, en liðsstjórinn Flavio Briatore hefur viðurkennt að það sé liðinu að kenna að það hafi misst heimsmeistarann úr sínum röðum. "Ef liðið hefði geta sýnt fram á stöðugleika og skýra áætlun, hefði Alonso líklega aldrei farið og því má segja að þetta hafi bara verið spurning um óheppilegar tímasetningar," sagði Briatore.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira