Viðskipti innlent

Landsbankinn kaupir breskan banka

Landsbankinn.
Landsbankinn.

Landsbankinn hefur fengið samþykki fjármálaeftirlitsins bæði hér á landi og í Guernsey fyrir kaupum á Cheshire Guernsey Limited, banka á eynni Guernsey í Ermasundi. Bankinn greindi frá því 4. ágúst að samningar hefðu náðst um kaup á bankanum í Guernsey.

Seljandi var Cheshire Building Society í Bretlandi en kaupin voru m.a. háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila á Guernsey og Íslandi.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að í kjölfarið hafi bæði seljandi og kaupandi lýst því yfir að kaupunum, sem fjármögnuð voru með eigin fé Landsbankans, sé lokið.

Nafni Cheshire Guernsey Limited verður breytt í Landsbanki Guernsey Limited og er hann hluti af samstæðu Landsbankans frá deginum í dag, að því er segir í tilkynningunni.

Þá segir ennfremur að þeir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri og Mark Sismey Durrant framkvæmdarstjóri Heritable Bank, hafi tekið sæti í stjórn Landsbanki Guernsey Limited auk lögmanns bankans á Guernsey, John Lewis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×