Bandaríski herinn hefur ekki á brott með sér þær heilsufarsupplýsingar sem safnað hefur verið í herstöðinni, meðal íslenskra starfsmanna, síðustu ár og áratugi. Vefur Víkurfrétta hefur þetta hefur traustum heimildum.
Bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins hafa haft áhyggjur af því að upplýsingarnar færu í geymslur erlendis og yrðu í framtíðininni opinberaðar.
Víkurfréttir hafa einnig eftir heimildarmönnum sínum að launabókhald Varnarliðsins verði skilið eftir og íslensk stjórnvöld taki á laugardaginn við heilsufars- og launaupplýsingum starfsmanna Varnarliðsins.
Meirihluta starfsmanna Varnarliðsins hefur verið skylt að mæta í lækniskoðun einu sinni til tvisvar á ári á spítalanum á Varnarsvæðinu.