Innlent

Samfylkingin fundar með bændaforystunni

MYND/GVA

Þingflokkur Samfylkingarinnar situr nú á fundi með fulltrúum úr stjórn Bændasamtaka Íslands þar sem flokkurinn kynnir þeim tillögur sínar að lækkun matarverðs.

Samfylkingin kynnti tillögurnar um helgina en með þeim á að lækka matarkostnað heimilanna um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að innflutningstollar af matvælum verði felldir niður í áföngum en á móti komi tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir til bænda til aðlögunar. Tillögurnar hafa vakið hörð viðbrögð hjá Bændasamtökunum en með fundinum í dag á að fara betur yfir þær og heyra hljóðið hjá bændaforystunni enda hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar,lýst því yfir að hún vilji hafa gott samráð við bændur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×