
Sport
Spearmon með þriðja besta tíma sögunnar í 200

Bandaríkjamaðurinn Wallace Spearmon náði í gærkvöldi þriðja besta tíma sem náðst hefur í sögunni í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,65 sekúndum á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Daegu í Suður-Kóreu. Aðeins landar hans Xavier Carter á 19,63 og heimsmethafinn Michael Johnson á 19,32 hafa náð betri tíma í greininni.