Innlent

Dagur kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar

MYND/Valgarður

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur verið kjörinn formaður nýrrar stjórnar sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, en það var gert á aðalfundi ráðsins á Akureyri í gærkvöldi. Formaður ráðsins var kjörinn í netkosningu meðal sveitarstjórnarmanna og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni að þetta muni vera í fyrsta sinn sem sú aðferð er viðhöfð hjá íslenskum stjórnmálaflokki.

Með Degi í stjórn verða Sigrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi frá Akureyri, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg. Reynsla af þessari kosningu verður nú notuð til að meta hvernig Samfylkingin geti í framtíðinni beitt netkosningu til að auðvelda aðkomu almennra flokksmanna að ákvarðanatöku innan flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×