Kreditkortavelta heimilanna jókst um 22% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Debetkortavelta jókst um 7,7% á þessu tímabili.
Innlend greiðslukortavelta heimilanna jókst samtals um 14,6% á síðustu tólf mánuðum. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 33,9% á fyrstu átta mánuðum ársins borið saman við fyrstu átta mánuði síðasta árs. Á þessu sama tímabili jókst erlend greiðslukortavelta hér á landi um 18,2%.