Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt 5. október 2006 12:37 Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið. Nýsköpunarmiðstöð verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun miðstöðvarinnar í vor og olli það töluverðum deilum. Ekki var eining um málið á stjórnarheimilinu og margir þingmenn Sjálfstæðisflokks andvígir því eins og það var lagt fram. Töldu sumir rétt að leggja Byggðastofnun niður en aðrir sögðu hana gegna mikilvægu hlutverki. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að í nýju frumvarpi hafi verið tekið mið af þeim atriðum sem samkomulag hafi orðið um í iðnaðarnefnd síðastliðið vor. Einnig hafi verið reynt að svara gagnrýni þingmanna á landsbyggðinni. Helsta breytingin sé stofnun nýs Byggðasjóðs sem heyri undir iðnaðarráðherra en hafi eigin framkvæmdastjóra. Hlutverk sjóðsins verði svipað hlutverki Byggðastofnunar en hann eigi að efla samkeppnishæfni atvinnulífs og bregðast við sérstökum áföllum á þeim landsvæðum sem heimildir sjóðsins takmarkist við. Jón segir að eftir sem áður sé gert ráð fyrir að meginhlutverk Byggðasjóðs verði að veita ábyrgðir á lán. Það verði að bregðast við því að staðan á íslenskum bankamarkaði sé gjörbreytt og ekki nema eðlilegt að taka tillit til þess. Ekki sé þó gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti lán en hann hafi heimild til að hafa forgöngu um samninga við lánastofnanir og geti lagt fram ábyrgðir til að um fjárhagslega aðstoð geti verið að ræða. Fréttir Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið. Nýsköpunarmiðstöð verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun miðstöðvarinnar í vor og olli það töluverðum deilum. Ekki var eining um málið á stjórnarheimilinu og margir þingmenn Sjálfstæðisflokks andvígir því eins og það var lagt fram. Töldu sumir rétt að leggja Byggðastofnun niður en aðrir sögðu hana gegna mikilvægu hlutverki. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að í nýju frumvarpi hafi verið tekið mið af þeim atriðum sem samkomulag hafi orðið um í iðnaðarnefnd síðastliðið vor. Einnig hafi verið reynt að svara gagnrýni þingmanna á landsbyggðinni. Helsta breytingin sé stofnun nýs Byggðasjóðs sem heyri undir iðnaðarráðherra en hafi eigin framkvæmdastjóra. Hlutverk sjóðsins verði svipað hlutverki Byggðastofnunar en hann eigi að efla samkeppnishæfni atvinnulífs og bregðast við sérstökum áföllum á þeim landsvæðum sem heimildir sjóðsins takmarkist við. Jón segir að eftir sem áður sé gert ráð fyrir að meginhlutverk Byggðasjóðs verði að veita ábyrgðir á lán. Það verði að bregðast við því að staðan á íslenskum bankamarkaði sé gjörbreytt og ekki nema eðlilegt að taka tillit til þess. Ekki sé þó gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti lán en hann hafi heimild til að hafa forgöngu um samninga við lánastofnanir og geti lagt fram ábyrgðir til að um fjárhagslega aðstoð geti verið að ræða.
Fréttir Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira