Innlent

Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur MYND/Kolbrún

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri.

Afkoma A hluta Reykjavíkurborgar, í árshlutareikningum frá 30. júní, er neikvæð um 0,3 milljarða króna en gengisbreytingar erlendra gjaldmiðla hafa haft mikil áhrif á rekstur borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×