Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla 5. október 2006 18:30 Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart. Fréttir Innlent Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart.
Fréttir Innlent Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira