Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir 9. október 2006 19:31 Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira