Íslenska landsliðið tapaði 2-1 fyrir Svíum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi 1-1. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í síðustu mínúturnar og átti Eiður Smári Guðjohnsen meðal annars skot í slá sænska marksins.
Arnar
Þór Viðarsson kom íslenska liðinu yfir á 6. mínútu leiksins með
glæsilegu vinstrifótarskoti utan teigs. Íslenska liðið var vart hætt að
fagna þegar Kim Kallström jafnaði leikinn með þrumufleyg af 40 metra
færi beint úr aukaspyrnu. Það var svo Christian Wilhelmsson sem skoraði
sigurmarkið eftir um klukkustundar leik. Íslenska liðið tók öll völd á
vellinum eftir það, en vörn Svía hélt og niðurstaðan þriðja tap
íslenska liðsins í röð í riðlinum.