Segir starfsmann Landssímans hafa staðfest hleranir 12. október 2006 09:56 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun.Í tilkynningu frá Þjóðarhreyfingunni segir að maðurinn sem starfaði hjá Símanum hefði sagt Jóni að hann gæti ekki lengur þagað yfir því sem hann varð vitni að meðan Jón Baldvin var ráðherra.„Maðurinn sagði honum frá því að hann hefði tekið eftir ókunnum manni í tengigrindarsal Landssímans og hefði setið þar oft á kvöldin með hlustunartæki. Sá sem hringdi í Jón Baldvin sagðist hafa farið í tækið þegar hlerarinn skrapp frá - og þá hefðu hann heyrt Jón Baldvin ráðherra vera að tala við annan háttsettan mann. Það var semsé verið að hlera síma utanríkisráðherra lýðveldisins! Maðurinn sagðist ekki geta lengur þagað yfir þessu - og sagði Jón Baldvin að skýrt yrði frá nafni hans þegar þar að kæmi.Jón Baldvin sagði að viðtalið við Davíð Oddsson á Stöð 2 í gærkvöldi hefði ekki við rök að styðjast og seðlabankastjórinn mundi ekki sleppa svo auðveldlega frá þessu máli.Hvað varðaði norsku hlerunarsérfræðingana, sem Davíð Oddsson sagði að hefðu komið reglulega til Íslands á vegum NATÓ til að ganga úr skugga um að símar væru ekki hleraðir hjá stjórnvöldum, sagði Jón Baldvin að þessir sérfræðingar hefðu allt eins getað verið frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Gæti vel verið að þessir NATÓ sérfræðingar í hlerunartækjum hefði þvert á móti fremur KOMIÐ FYRIR hlerunarbúnaði í síma ráðherra en hreinsa tækin!," segir í tilkynningu Þjóðarhreyfingarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun.Í tilkynningu frá Þjóðarhreyfingunni segir að maðurinn sem starfaði hjá Símanum hefði sagt Jóni að hann gæti ekki lengur þagað yfir því sem hann varð vitni að meðan Jón Baldvin var ráðherra.„Maðurinn sagði honum frá því að hann hefði tekið eftir ókunnum manni í tengigrindarsal Landssímans og hefði setið þar oft á kvöldin með hlustunartæki. Sá sem hringdi í Jón Baldvin sagðist hafa farið í tækið þegar hlerarinn skrapp frá - og þá hefðu hann heyrt Jón Baldvin ráðherra vera að tala við annan háttsettan mann. Það var semsé verið að hlera síma utanríkisráðherra lýðveldisins! Maðurinn sagðist ekki geta lengur þagað yfir þessu - og sagði Jón Baldvin að skýrt yrði frá nafni hans þegar þar að kæmi.Jón Baldvin sagði að viðtalið við Davíð Oddsson á Stöð 2 í gærkvöldi hefði ekki við rök að styðjast og seðlabankastjórinn mundi ekki sleppa svo auðveldlega frá þessu máli.Hvað varðaði norsku hlerunarsérfræðingana, sem Davíð Oddsson sagði að hefðu komið reglulega til Íslands á vegum NATÓ til að ganga úr skugga um að símar væru ekki hleraðir hjá stjórnvöldum, sagði Jón Baldvin að þessir sérfræðingar hefðu allt eins getað verið frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Gæti vel verið að þessir NATÓ sérfræðingar í hlerunartækjum hefði þvert á móti fremur KOMIÐ FYRIR hlerunarbúnaði í síma ráðherra en hreinsa tækin!," segir í tilkynningu Þjóðarhreyfingarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira