Harma að fjármagn sé ekki eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni 12. október 2006 11:05 MYND/GVA Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni. „Félagið hefur á undanförnum árum ítrekað bent á nauðsyn slíkrar eyrnamerkingar, til að fyrirbyggja að innlent leikið sjónvarpsefni, sem er vinsælasta dagskrárefni í öllum sjónvarpsstöðvum heimsins, en jafnframt eitt hið dýrasta í framleiðslu, þurfi sífellt að keppa við ódýrara efni um fjármagn, með þeim afleiðingum sem við blasa. Augljóst er að sé aðeins miðað við útsendingarmínútur af íslensku efni, hlýtur ávallt að vera hætta á því að tiltölulega ódýrt spjallþáttaefni verði yfirgnæfandi í þeim flokki," segir í ályktuninni. Enn fremur vísar stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda í ákvæði samningsins sem segir að RÚV skuli kaupa eða meðframleiða leikið sjónvarpsefni, kvikmyndir, heimildamyndir eða annað sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum krónar á ári frá og með árinu 2008. Sú upphæð á svo að hækka í 250 milljónir á samningstímanum. „Stjórn FLH væntir þess að röð þeirra efnisflokka sem hér er notuð verði tekin bókstaflega varðandi mikilvægi þeirra í framkvæmd samningsins. Hingað til hefur efnisflokkurinn "annað sjónvarpsefni" ætíð verið í fyrirrúmi í sjónvarpsdagskrá RÚV. Væntanlega er hér gert ráð fyrir öðru," segir að endingu í ályktuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni. „Félagið hefur á undanförnum árum ítrekað bent á nauðsyn slíkrar eyrnamerkingar, til að fyrirbyggja að innlent leikið sjónvarpsefni, sem er vinsælasta dagskrárefni í öllum sjónvarpsstöðvum heimsins, en jafnframt eitt hið dýrasta í framleiðslu, þurfi sífellt að keppa við ódýrara efni um fjármagn, með þeim afleiðingum sem við blasa. Augljóst er að sé aðeins miðað við útsendingarmínútur af íslensku efni, hlýtur ávallt að vera hætta á því að tiltölulega ódýrt spjallþáttaefni verði yfirgnæfandi í þeim flokki," segir í ályktuninni. Enn fremur vísar stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda í ákvæði samningsins sem segir að RÚV skuli kaupa eða meðframleiða leikið sjónvarpsefni, kvikmyndir, heimildamyndir eða annað sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum krónar á ári frá og með árinu 2008. Sú upphæð á svo að hækka í 250 milljónir á samningstímanum. „Stjórn FLH væntir þess að röð þeirra efnisflokka sem hér er notuð verði tekin bókstaflega varðandi mikilvægi þeirra í framkvæmd samningsins. Hingað til hefur efnisflokkurinn "annað sjónvarpsefni" ætíð verið í fyrirrúmi í sjónvarpsdagskrá RÚV. Væntanlega er hér gert ráð fyrir öðru," segir að endingu í ályktuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira