Viðskipti erlent

1 prósents verðbólga í Þýskalandi

Verðlag í Þýskalandi lækkaði um 0,5 prósent á milli mánaða í september og mældist 1 prósents verðbólga í landinu á ársgrundvelli.

Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að þetta sé talsverð lækkun frá því í ágúst þegar verðbólga var 1,8 prósent á ársgrundvelli.

Ástæðan fyrir minnkandi verðbólgu er fyrst og fremst að finna í lægra olíuverði, en það hefur lækkað um fjórðung frá því að það var sem hæst í júlí. Einnig hafði það áhrif að verðbólgumæling frá því á sama tíma í fyrra datt út úr 12 mánaða verðbólgu en þá hækkaði verðlag vegna hækkunar á tóbakssköttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×