Reykjanesbraut var lokað til suðurs í nokkra stund síðdegis í dag þegar 4 bílar lentu í árekstri við Smáralind í Kópavogi skömmu fyrir kl. 18.
Tveir bílar skullu saman þegar þeir mættust. Annar bíll skall þá öðrum þeirra og fjórða bílnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólki að sögn lögreglu en 2 voru fluttir á slysadeild.
Umferð var hleypt aftur á Reykjanesbraut skömmu eftir slysið og gekk hún hægt fyrst um sinn.