Ræða ekki málefni einstakra starfsmanna 13. október 2006 12:30 MYND/GVA Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum." Fréttir Innlent Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum."
Fréttir Innlent Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira