Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík skorar á ríkisstjórnina að fjölga opinberum störfum í Bolungarvík í stað þeirra starfa sem lögð hafa verið niður hjá Ratsjárstofnun á Bolafjalli. Það þykir ekki í samræmi við byggðaáætlun að flytja störf af landsbyggðinni.
Einnig harmar ráðið að meirihluti í bæjarstjórnar hafi ekki orðið við beiðni minnihlutans um rökstuðning fyrir ráðningu núverandi bæjarstjóra.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík.