Renault á ekki von á bellibrögðum Ferrari 16. október 2006 23:00 Forráðamenn Renault hafa ekki áhyggjur af bellibrögðum frá Ferrari um næstu helgi NordicPhotos/GettyImages Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira