Gæti rannsakað án gruns 18. október 2006 18:32 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál. Innlent Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál.
Innlent Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira