Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli 19. október 2006 11:20 MYND/Vísir Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira