Hlerunargögn leynileg vegna tillits til erlendra ríkja 19. október 2006 12:17 Tillitsemi við erlend ríki er ein af ástæðunum fyrir því að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að létta af leynd á hlerunargögnum, sem það afhenti þjóðskjalaverði í sumar. Símhleranir og njósnir hafa orðið viðkvæmt deilumál í samfélaginu eftir uppljóstranir sagnfræðinganna Guðna Th. Jóhannessonar og Þórs Whiteheads. Kröfur um að öll málsatriði verði gerð opinber gerast æ háværari - og þar láta ráðherrar ekki sitt eftir liggja. Forsætisráðherra, menntamálaráðherra og landbúnaðarráðherra hafa allir lýst þeirri skoðun sinni að gögn málsins eigi að vera aðgengileg. Þjóðskjalavörður hefur neitað að sýna fréttastofunni átján skjöl varðandi hleranirnar, sem dómsmálaráðuneytið afhenti honum í sumar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kæru fréttastofunnar á þeirri synjun til meðferðar og í bréfi til nefndarinnar segir dómsmálaráðuneytið að um sé að ræða 15 skjöl ef frá eru talin samrit, sex sem varða rannsókn í opinberu máli og níu sem varða öryggishagsmuni ríkisins. Telur dómsmálaráðuneytið að það sé ekki í stakk búið til að ákveða að svo stöddu að leynd skuli aflétt af þessum skjölum, ,,sem sum hver varða skipti við önnur ríki", en þann málaflokk annist utanríkisráðuneytið. Af þessu bréfi að dæma skiptir tillit til erlendra ríkja máli þegar ákveða skal hvort gögn skuli gerð opinber um hlerun íslenskra yfirvalda á símtölum hér innanlands sem ætla má að snerti íslenska ríkisborgara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Tillitsemi við erlend ríki er ein af ástæðunum fyrir því að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að létta af leynd á hlerunargögnum, sem það afhenti þjóðskjalaverði í sumar. Símhleranir og njósnir hafa orðið viðkvæmt deilumál í samfélaginu eftir uppljóstranir sagnfræðinganna Guðna Th. Jóhannessonar og Þórs Whiteheads. Kröfur um að öll málsatriði verði gerð opinber gerast æ háværari - og þar láta ráðherrar ekki sitt eftir liggja. Forsætisráðherra, menntamálaráðherra og landbúnaðarráðherra hafa allir lýst þeirri skoðun sinni að gögn málsins eigi að vera aðgengileg. Þjóðskjalavörður hefur neitað að sýna fréttastofunni átján skjöl varðandi hleranirnar, sem dómsmálaráðuneytið afhenti honum í sumar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kæru fréttastofunnar á þeirri synjun til meðferðar og í bréfi til nefndarinnar segir dómsmálaráðuneytið að um sé að ræða 15 skjöl ef frá eru talin samrit, sex sem varða rannsókn í opinberu máli og níu sem varða öryggishagsmuni ríkisins. Telur dómsmálaráðuneytið að það sé ekki í stakk búið til að ákveða að svo stöddu að leynd skuli aflétt af þessum skjölum, ,,sem sum hver varða skipti við önnur ríki", en þann málaflokk annist utanríkisráðuneytið. Af þessu bréfi að dæma skiptir tillit til erlendra ríkja máli þegar ákveða skal hvort gögn skuli gerð opinber um hlerun íslenskra yfirvalda á símtölum hér innanlands sem ætla má að snerti íslenska ríkisborgara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira