Pólitísk afskipti skaða Strætó 19. október 2006 14:36 Mynd/Gunnar V. Andrésson Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira