Háskóli Íslands tekur á táknrænan hátt þátt í átaki helgað árvekni um brjóstakrabbamein og mun lýsa upp Aðalbygginguna í bleika lit átaksins. Kveikt verður á lýsingunni annað kvöld kl. 19:30 í tengslum við Háskólahátíð sem verður haldin daginn eftir.
Októbermánuður árið 2006 er helgaður árvekni um brjóstakrabbamein. Þetta er alþjóðlegt átak að frumkvæði Estée Lauder og í samvinnu við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna.
Háskólinn baðaður bleikum lit á morgun
