Björgunarsveit á björgunarbátnum Sigurvin á Siglufirði hefur verið kölluð út vegna vélarvana trillu skammt úti fyrir Siglunesi sem rekur að landi. Einn maður er um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga er björgunarskipið á leið á vettvang en jafnframt er verið að reyna að útvega hraðskreiðari bát til að fara til móts við trilluna.
Björgunarsveit á leið að vélarvana bát við Siglufjörð
