Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus 23. október 2006 12:26 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. Mynd/AFP Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Ryanair bauð 2,8 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus 5. október síðastliðinn en þá var ein vika frá því írska ríkið einkavæddi flugfélagið, seldi meirihluta bréfa sinna í félaginu í almennu hlutafjárútboði og skráði það á markað. Tilboð Ryanair hljóðar upp á jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Í dag fengu hluthafar í Aer Lingus formlegt yfirtökutilboð frá Ryanair í hendur en það gildir til 13. nóvember næstkomandi. Í bréfi frá Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, sem fylgdi tilboðinu, kemur meðal annars fram að Aer Lingus hafi takmarkaða vaxtarmöguleika samþykki hluthafarnir ekki tilboð Ryanair. Ryanair hefur þegar tryggt sér 19,2 prósent í Aer Lingus en hefur verið bannað að kaupa meira í flugfélaginu. Greiningaraðilar búast almennt við að Ryanair hækki tilboðið til að tryggja sér rúman helmingshlut í flugfélaginu. Á móti Ryanair fer írska ríkið með fjórðungshlut í Aer Lingus en starfsmannasjóður flugfélagsins og aðrir fjárfestar eiga afganginn. Þá á írski auðkýfingurinn Denis O'Brien rúman 2 prósenta hlut sem hann keypti gagngert til að koma í veg fyrir yfirtöku Ryanair. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Ryanair bauð 2,8 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus 5. október síðastliðinn en þá var ein vika frá því írska ríkið einkavæddi flugfélagið, seldi meirihluta bréfa sinna í félaginu í almennu hlutafjárútboði og skráði það á markað. Tilboð Ryanair hljóðar upp á jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Í dag fengu hluthafar í Aer Lingus formlegt yfirtökutilboð frá Ryanair í hendur en það gildir til 13. nóvember næstkomandi. Í bréfi frá Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, sem fylgdi tilboðinu, kemur meðal annars fram að Aer Lingus hafi takmarkaða vaxtarmöguleika samþykki hluthafarnir ekki tilboð Ryanair. Ryanair hefur þegar tryggt sér 19,2 prósent í Aer Lingus en hefur verið bannað að kaupa meira í flugfélaginu. Greiningaraðilar búast almennt við að Ryanair hækki tilboðið til að tryggja sér rúman helmingshlut í flugfélaginu. Á móti Ryanair fer írska ríkið með fjórðungshlut í Aer Lingus en starfsmannasjóður flugfélagsins og aðrir fjárfestar eiga afganginn. Þá á írski auðkýfingurinn Denis O'Brien rúman 2 prósenta hlut sem hann keypti gagngert til að koma í veg fyrir yfirtöku Ryanair.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira