Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda 23. október 2006 17:45 Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína. Fréttir Innlent Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína.
Fréttir Innlent Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira