Viðskipti erlent

Enronstjóri fékk 24 ára dóm

Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóri Enron.
Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóri Enron. Mynd/AFP

Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut 24 ára fangelsisdóm fyrir bókhalds- og innherjasvik í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag. Skilling var í maí síðastliðnum fundinn sekur um aðild að umfangsmiklum bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots Enron árið 2001.

Kenneth Lay, stofnandi Enron og fyrrum stjórnarformaður fyrirtækisins, var sömuleiðis fundinn sekur um sömu brot í réttarhöldum í málinu í maí en hann lést í júlí síðastliðnum áður en hann gat áfrýjað dóminum.

Á meðal þess sem Skilling var fundinn sekur um var að falsa afkomutölur Enron á þann veg að það sýndi hagnað þegar reksturinn var í raun neikvæður. Þegar Enron var lýst gjaldþrota árið 2001 námu skuldir fyrirtæksins 31,8 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.200 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×