Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur 24. október 2006 12:30 MYND/Róbert Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira