Rannsókn efnahagsbrota tekur of langan tíma 24. október 2006 18:36 Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga. Fréttir Innlent Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga.
Fréttir Innlent Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira