Engin slys urðu á fólki þegar gámur valt af tengivagni flutningabíls á Suðurlandsvegi við Rauðavatn á áttunda tímanum í kvöld. Veginum var lokað á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi og hreinsað var á svæðinu en því starfi er nú lokið og var opnað aftur fyrir umferð upp úr kl. 21. Á meðan var umferð hleypt í gegn í hollum.
Einhverjar skemmdir urðu á gámnum og vagninum en bíllinn stóð eftir án þess að hafa skemmst.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki með vissu vita hvað olli óhappinu en gámurinn virðist hafa losnað í beyju þar sem verið var að aka flutningabílnum um hringtorg.