Stoð kippt undan Hornafirði 25. október 2006 20:45 Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði. Fréttir Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira