Kviknaði í dæluskúr
Eldur kviknaði í dæluskúr Hitaveitu Akureyrar við Laugaland í Eyjafjarðarsveit rétt um kl. 20 í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en skúrinn er ónýtur að sögn lögreglu. Lögregla telur líklegt að kviknað hafi í skúrnum út frá rafmagni.