Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins misnotaðir 26. október 2006 22:30 Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira