Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins misnotaðir 26. október 2006 22:30 Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira