Björgunarsveitir á Héraði, Seyðisfirði og í Fjarðbyggð voru kallaðar út um þrjúleytið í dag vegna ótta um að flugvél hefði brotlent á Kárahnjúkasvæðinu.
Fram kemur á vefnum Austurlandið.is að stafsmenn Impregilo hafi þá séð vél hverfa fyrir fjall á Kárhnjúkum og óttast að hún væri að brotlenda. Þegar betur var að gáð var þetta Ómar Ragnarsson fréttamaður á ferð á vél sinni Frúnni og reyndist ekki í hættu. Var því allt björgunarlið afturkallað en þess er geti að Ómar hafi lent heilu og höldnu á Egilsstaðaflugvelli skömmu síðar.