Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 28. október 2006 15:23 Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003. Innlent Stj.mál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003.
Innlent Stj.mál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira