"Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í þessu prófkjöri. Það skiptir mig þó engu sérstöku máli hvort ég verð í 5. eða 6. sæti," sagði Illugi Gunnarsson í samtali við Vísi þegar tölur höfðu verið birtar klukkan 19:30. Samkvæmt þeim er Illugi í 5. sæti með 4.477 atkvæði en framan af var Illugi í 6. sæti en Ásta Möller í því fimmta.
Illugi vildi þakka öllu því fólki sem hefði veitt honum stuðning í
prófkjörinu og öllum þeim sem hefðu unnið með sér undanfarnar vikur í
prófkjörsbaráttunni.
"Ég tel þann lista sem nú er að myndast sigurstranglegan fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Alþingiskosningunum í vor," sagði Illugi.