Geir og Guðlaugur leiða listana 29. október 2006 02:30 Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað." Innlent Stj.mál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað."
Innlent Stj.mál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira