Kennarafélag Reykjavíkur er farið að ókyrrast vegna launa kennara og segir launanefnd sveitarfélaga ekki hafa vilja eða skilning til að endurskoða kjarasamninga, þó að efnahagsaðstæður hafi breyst.
Heimild var fyrir því í kjarasamningum að endurskoða samninginn frá og með 1. september en fjórir fundir um samninginn hafa hingað til reynst árangurslausir.Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur varar við því að bráðra aðgerða sé þörf, ella verði erfitt að skapa frið og sátt um skólastarf.