Hvalur 9 er nú á leið í land með tvær sextíu feta langreyðar. Búið er að skjóta sjö langreyðar af þeim níu sem heimild fékkst til að veiða. Af dýrunum sem hafa verið veidd eru fjórar kýr og þrír tarfar. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, segir að ef veðrið haldist áfram eins og það er nú þá klári þeir kvótann. Hvalur 9 er væntanlegur í Hvalstöðina í Hvalfirði klukkan níu í fyrramáli en fer svo aftur út til veiða.
Aðeins á eftir að veiða tvær langreyðar
