Hestamarkaður og sölusýning verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 4. nóvember næstkomandi og hefst sýningin klukkan 13:00 en húsið opnar kl 12:00. Í anddyri reiðhallarinnar er búið að setja upp Markaðstorg þar sem söluaðilar kynna vörur fyrir hestamenn allt frá hóffjöðrum uppí traktora, allt sem snýst um hesta og hestamennsku verður á Markaðstorginu, en þar verður hægt að kaupa vörur á mjög góðu tilboðsverði.
Mikið úrval hrossa verður á sölusýningunni en þar verður sýnt allt frá góðum barnhestum upp í glæsilega kynbótagripi.
Fjöldinn allur af fyrirtækjum verða með kynningu meðan á sýningu stendur.