Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.
Vegna veðurofsans sem gekk yfir landið um helgina var fundinum hins vegar frestað og verður hann að öllum líkindum haldinn um næstu helgi - ef veður leyfir.