Viðskipti erlent

Statoil eykur olíuvinnslu við Mexíkóflóa

Fáni Statoil.
Fáni Statoil.

Norski ríkisolíurisinn Statoil greindi frá því í dag að það hefði ætli að kaupa ýmsar eignir og réttindi til olíuvinnslu af bandaríska olíufélaginu Anadarko Petroleum Corp. við Mexíkóflóa. Kaupverð nemur 901 milljón dölum eða ríflega 61,5 milljarða íslenskra króna.

Á meðal þess sem fylgir kaupunum eru þrjú svæði við Mexíkóflóa til olíuleitar. Á einu þeirra hefur ekki verið borað fyrr. Þá fylgja með kaupunum 25 prósent hlutur til olíuleitar á Knotty Head-svæðinu við Tahítí og Tonga-eyjar.

Anadarko Petroleum er eitt af stærstu sjálfstæðu olíuleitar- og framleiðslufyrirtækjum Bandaríkjanna með höfuðstöðvar í Houston.

Líkur eru á að kaupin gangi í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×